Svona og vona

 

 

 

 


Club Tropicana

Staddur við laskað útkrotað borð á skemmtistað þar sem sólin er einsog vinur sem gefst aldrei upp á þér og þú ekki honum. Harold Lloyd, Statler eða Waldorf man ekki hvor, þessir gömlu kallar úr Muppet show þú mannst þeir  voru með gott útsýni frá vinstri svölunum. Á fóninum er sveitaball með Ómari Ragnars. Það er líkt og allt sér fullkomið kannski smá kók og romm og við gætum spjallað fram eftir kvöldinu eða vikunni nema ég fái hausverk, dagarnir svo langir og renna bara í eitt eða átti ég að vera mættur klukkan sjö. Ég vakna klæði mig í vinnugallann tek inn geðlyfin og fer brosandi útí daginn bara ef ég hefði heyrt "Club Tropicana, drinks are free, fun and sunshine there's enough for everyone" en hefði það skipt máli erum við ekki öll bara margt en ekki eitt, Dubito ergo cogito ergo sum.

  


Swing 42

Þú þarna ég hérna hinumeginn við tunglið horfi á fiskabúrið sem var í gær en er farið samt enn minning. Þjónustukona að afgreiða síðasta kúnnan, kaffi smá mjólk engann sykur eða nei hafðu það svart. Hann var læknir en ekki nógu góður sérhæfður og allt samt ekki nóg, Django Reinhardt notaði aðeins tvo putta á vinstri hendi það var nóg við skulum loka augunum og hlusta svo stelast til að kíkja.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband